Sjálfstæðisflokkurinn
Þessi flokkur kveðst vera hægra megin. Hann var stofnaður árið 1929 og hefur oft verið stærsti flokkurinn, miðað við kjörfylgi. Helstu stefnumál eru sjálfstæði einstaklingsins, frelsi í viðskiptum og sjálfstæði landsins (t.d. að vera fyrir utan ESB).
Björt framtíð
Björt framtíð er frjálslyndur miðjuflokkur sem stofnaður var árið 2012. Þessi flokkur er með þeim yngstu á landinu. Helstu stefnumál eru fjölbreytileiki í efnahagslífinu, vistvænt umhverfi og aðhyllist inngöngu Íslands í ESB.
Framsóknarflokkurinn
Er miðjuflokkur sem hallast að frjálshyggju. Hann er elsti núverandi flokkurinn en hann var stofnaður 1916. Helstu stefnumál eru mannréttindi, áreiðanlegt hagkerfi og búseta.
Samfylkingin
Samfylkingin kennir sig við jafnaðarstefnu og var stofnaður 2000. Þessi flokkur er sá stærsti í borgarstjórn Reykjavíkur. Helstu stefnumál eru jafnrétti, kvenfrelsi og gott og traust velferðarkerfi (innan þess er t.d. skólar og sjúkrahús).
Píratar
Þessi flokkur er framfarasinnaður og fylgir ekki neinni ákveðinni stefnu heldur vilja grípa tækifærin. Í síðustu skoðanakönnun mældust þeir með mesta fylgið. Helstu stefnumál eru gagnsæi, höfundarréttur og menntamál.
Vinstri grænir
Þessi flokkur er vinstrisinnaður og var stofnaður 1999. Flokkurinn skiptist síðan enn frekar í flokk fyrir yngri kynslóðirnar og þær eldri. Helstu stefnumál eru náttúra og umhverfi, friðsöm alþjóðahyggja (t.d. engin vopn eða her) og ríkisrekið velferðarkerfi.





