top of page

Hvað er að vera til hægri?

Hægristefna er þegar ríkið skiptir sér sem minnst af fólkinu í landinu og rekstri fyrirtækja og stofnana. Hægri stefnir að frjálsum viðskiptum án afskipta ríkisins. Hægrisinnar vilja t.d. að einkaaðilar, en ekki ríkið, reki sjúkrahús og skóla.

Sjá einnig frjálshyggja og íhaldsstefna.

Hvað er að vera til vinstri?

Þegar framleiðslutæki, jarðir og auðlindir eru í eigu samfélagsins eða ríkisins. Hugmyndin á bak við er að koma í veg fyrir stéttaskiptingu, þ.e. allir í landinu eru jafnir. Ríkið sér því um almennan og daglegan rekstur.

Sjá einnig jafnaðarstefna og sameignarstefna.

Frumvarp

Frumvarp er sett fram á Alþingi. Þetta er tillaga sem getur verið breyting á lögum eða hugmynd að nýjum lögum. Alþingi þarf að ræða hugmyndina þrisvar til að helstu gallar og annað sem þarf að laga komi fram. Oftast kemur ráðherra fram með frumvarpið (tillöguna að breytingunni). Til að frumvarp verði að lögum þarf meirihluta atkvæða þingmanna.

Kjörfylgi

Atkvæðamagn sem þingmaður og/eða stjórnmálaflokkur fær við hverja kosningu.

Gjaldeyrishöft

Þau eru hér á landi. Þá er flutningur á fjármagni til eða frá Íslandi takmarkað. Þessar takmarkanir eiga aðeins við um ákveðna gjaldmiðla.

Stjórnarskrá

Stjórnarskráin eru æðstu lög landsins. Þar eru grundvallarréttindi einstaklinganna varin og verða öll önnur lög að fara eftir stjórnarskránni.

Almennt

© 2015 af Sól 55

Allur réttur áskilinn
 

Hafðu samband:
s: 666-9123

stjornmal@stjornmal.is

Háskólinn í Reykjavík, 2 hæð, Sól 55

bottom of page